Enski boltinn

Nasri klár - Torres ekki með

Nasri er að verða klár
Nasri er að verða klár NordicPhotos/GettyImages

Franski miðjumaðurinn Samir Nasri hjá Arsenal hefur náð sér af meiðslum og gæti fengið að spila í stórleik liðsins gegn Liverpool á sunnudaginn.

Kolo Toure er tognaður á kálfa og verður tæplega með Arsenal og danski framherjinn Nicklas Bendtner er tæpur vegna hnémeiðsla.

Hjá Liverpool er það helst að frétta að framherjinn eitraði Fernando Torres er enn ekki búinn að ná sér af meiðslum í aftanverðu læri, en Fabio Aurelio gæti hugsanlega snúið aftur eftir að hafa misst úr þrjár vikur vegna meiðsla á kálfa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×