Fótbolti

The Sun biður Eriksson afsökunar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sven-Göran Eriksson.
Sven-Göran Eriksson. Nordic Photos / Getty Images

„A big apology for Mr Eriksson" er fyrrisögn sem birtist á vefsíðu enska götublaðsins The Sun í dag.

„The Sun kann að hafa óviljandi gefið til kynna að Sven Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, væri eðalbjáni fyrir að velja Theo Walcott í leikmannahóp Englands fyrir HM 2006."

„Við göngumst nú við því að hr. Eriksson var á undan sinni samtíð og bar réttilega kennsl á hæfileika hans."

„Við biðjumst innilegrar afsökunar."

Theo Walcott skoraði þrennu í 4-1 sigri Englands í Króatíu í gær í undankeppni HM 2010 og þótti eiga stórleik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×