Fótbolti

Dunga þarf á sigri að halda

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Landsliðsþjálfarinn Dunga.
Landsliðsþjálfarinn Dunga. Nordic Photos / AFP
Landsliðsþjálfari Brasilíu, Dunga, á það á hættu að missa starfið sitt ef hann nær ekki að stýra sínum mönnum til sigurs gegn Chile um helgina í undankeppni HM 2010.

Brasilía er nú í fimmta sæti undankeppninnar með níu stig eftir sex leiki og eru í fimmta sæti riðilsins. Fjögur efstu liðin komast beint á HM en liðið í fimmta sæti þarf að spila við lið frá Norður- og Mið-Ameríku um eitt laust sæti á HM.

Brasilía er eina landið í heiminum sem hefur spilað í öllum átján úrslitakeppnum HM til þessa.

„Þetta er allt eðlilegt. Þetta er ekki í fyrsta eða síðasta skiptið sem svona lagað kemur fyrir hjá brasilíska landsliðinu," sagði Dunga.

„Það mikilvægasta er að liðið haldi áfram að vinna að sínum markmiðum. Við verðum að halda áfram okkar vinnu eins og atvinnumönnum sæmir."

Kaka mun ekki getað spilað með Brasilíu um helgina vegna meiðsla og hið sama má segja um Anderson. Ronaldinho gæti hins vegar spilað í fyrsta sinn með A-landsliðinu síðan í nóvember en hann var með U23-liðinu á Ólympíuleikunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×