Fótbolti

Bilic ætlar að hætta með Króata eftir HM

NordicPhotos/GettyImages

Slaven Bilic, landsliðsþjálfari Króata í knattspyrnu, hefur gefið það upp að hann ætli að hætta að þjálfa landsliðið eftir HM 2010 og ætli sér þá að taka við félagsliði.

Bilic var orðaður mikið við stjórastöðuna hjá West Ham eftir að Alan Curbishley sagði af sér á dögunum. Hann hefur líka upplýst að Manchester City hafi boðið sér stjórastöðuna eftir að Sven-Göran Eriksson hætti störfum, svo reikna má með því að Bilic gæti boðist starf á Englandi þegar hann hættir með landslið Króata.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×