Fótbolti

Örfáir miðar eftir - netmiðasölu lýkur kl 14

Þessir stuðningsmenn skoska landsliðsins voru hressir á Highlander í gær.
Þessir stuðningsmenn skoska landsliðsins voru hressir á Highlander í gær.

Aðeins um 140 miðar eru óseldir á leik Íslands og Skotlands í undankeppni HM 2010 á Laugardalsvelli í kvöld.

Miðasölu á ksi.is og midi.is lýkur núna klukkan 14.00 og ef einhverjar miðar verða eftir þá fara þeir í miðaafgreiðsluna á Laugardalsvelli.

Fyrir áhugasama er því um að gera að grípa síðustu miðana sem í boði eru því um 200 stuðningsmenn skoska liðsins eru nú fyrir utan Laugardalsvöll í þeirri von um að fá miða.

Ómar Smárason, markaðsstjóri KSÍ, sagði í samtali við Vísi að ekki væri búið að taka ákvörðun um hvort ætti að selja þeim miða ef einhverjir verða eftir. Það er þó ekkert sem banni það.

Löngu uppselt er í hólfin sem skoska knattspyrnusambandinu var úthlutað. Það fékk um 1200 miða frá KSÍ.

Skotarnir voru mættir strax klukkan átta í morgun, flestir vopnaðir ölkrús. Þeir una sér víst vel í Laugardalnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×