Innlent

Víkka út leitarsvæðið á Skaga

Hinn meinti hvítabjörn á stækkaðri mynd.
Hinn meinti hvítabjörn á stækkaðri mynd.

Leit lögreglunnar á Sauðárkróki og Landhelgisgæslunnar að hugsanlegum hvítabirni á Skaga í Skagafirði hefur enn engan árangur borið og til stendur að víkka út leitarsvæðið.

Eins og fram kom í fréttum fyrr í dag fékk lögreglan tilkynningu frá fólki í gærkvöld sem taldi sig hafa séð hvítabjörn við Bjarnarvötn á Skaga þegar það var á göngu. Leitað var að birninum í nótt og í morgun kom svo TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, norður yfir heiðar til þess að halda áfram leitinni.

Að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar, yfirlögregluþjóns á Sauðárkróki, er búið að þaulleita á svæðinu þar sem björninn á að hafa sést og ekkert fundist. Hann segir að verið sé að endurskipuleggja leitina og víkka út leitarsvæðið.

Aðspurður hvort björninn geti verið kominn út fyrir umdæmi lögreglunnar og yfir í Húnavatnssýslu segir Stefán Vagn að það sé ekki óhugsandi. Um 20 klukkustundi séu síðan tilkynnt hafi verið um málið og fullfrískt dýr geti komist langt á þeim tíma.


Tengdar fréttir

Þriðji ísbjörninn á Skaga?

Við hefðbundið ísbjarnarflug á Skagaheiði í gærkvöld sást hvítt þunglamalegt dýr á ferðinni. Ekki tókst að staðfesta að um ísbjörn væri að ræða en leit hélt áfram í nótt og stendur í raun enn eftir því sem segir á vefnum Skagafjörður.com.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.