Íslenski boltinn

Óvæntustu úrslit í bikarnum í fjögur ár

Leikmenn KB fagna sigrinum í Njarðvík í gær.
Leikmenn KB fagna sigrinum í Njarðvík í gær. Mynd/Þórir

Nú í hádeginu verður dregið í 32 liða úrslit VISA-bikarsins í fótbolta. Liðin tólf í Landsbankadeildinni koma þá inn í keppnina. Í þessari viku varð ljóst hvaða önnur lið komust í pottinn.

Óvæntustu úrslit í bikarkeppni KSÍ síðan 2004 litu dagsins ljós í Njarðvík í gær. Knattspyrnufélag Breiðholts, KB, vann þá 2-0 sigur á heimamönnum. KB sem er nokkurskonar varalið Leiknis leikur í 3. deildinni en Njarðvík er í 1. deild.

Árið 2004 vann Reynir Sandgerði frækilegan 1-0 sigur á Þór Akureyri en það var í síðasta skipti sem lið tveimur deildum neðar ber sigur úr býtum í bikarleik.

Fjögur önnur lið úr 3. deildinni eru í pottinum. Það eru Berserkir, KFS, Sindri og Þróttur Vogum.

Drátturinn í 32-liða úrslitum er opinn, þannig að það lið sem dregið er á undan leikur á heimavelli, þá er dreginn andstæðingur gegn fyrra liðinu, og svo koll af kolli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×