Fótbolti

Síðustu miðarnir seldir á netinu - miðasala enn opin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn íslenska landsliðsins bregða á leik á æfingu í fyrradag.
Leikmenn íslenska landsliðsins bregða á leik á æfingu í fyrradag.

KSÍ hefur ákveðið að selja síðustu miðana sem eftir eru á leik Skotlands og Íslands á netinu. Miðasalan við Laugardalsvöllinn verður því ekki opnuð.

Samkvæmt lauslegri athugun Vísis eru rúmlega 50 miðar enn eftir og þeir allir í hólfum B og H. Það eru ystu hólfin á rauða svæðinu sem er í vesturstúkunni. Miðaverð er 4000 krónur.

Það eru því allra síðustu forvöð fyrir áhugasama að ná sér í miða. Það er hægt að gera hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×