Enski boltinn

Roy Keane er samur við sig

Roy Keane er stórhuga
Roy Keane er stórhuga NordcPhotos/GettyImages

Roy Keane, stjóri Sunderland, hefur tekið fyrir það að leikmenn hans haldi á einn eða annan hátt upp á að hafa haldið sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni eftir lokaleikinn gegn Arsenal á heimavelli um næstu helgi.

Keane lagði blátt bann við hátíðarhöldum þegar félagið vann sér sæti í úrvalsdeildinni fyrir ári og sagði það stefna mun hærra. Það sama er uppi á teningnum nú.

"Ég vil ekki taka neitt frá leikmönnum mínum og hvað þeir hafa gert vel í vetur, en mér finnst þetta heldur ekki vera ástæða til að fagna einu né neinu. Hverju eigum við að fagna? Ekki viljum við vera í fallbaráttu á næsta tímabili," sagði Keane.

"Ég vil ekki að leikmenn gangi um völlinn og taki við lófaklappi áhorfenda bara af því þeir héldu sér í deildinni. Við stefnum hærra. Kannski á ég eftir að komast að því í sumar að við höfum staðið okkur ágætlega á þessari leiktíð, en ég hef grun um að ég eigi frekar eftir að hugsa um þessi 22 töp okkar í deildinni," sagði Keane.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×