Enski boltinn

Flamini farinn til Ítalíu

Franski miðjumaðurinn Mathieu Flamini flaug í gærkvöldi til Ítalíu en hann mun í dag gangast undir læknisskoðun hjá AC Milan.

Standist hann hana mun Flamini yfirgefa Arsenal og ganga til liðs við ítalska liðið í dag.

Flamini lék ekki með Arsenal í gær þegar liðið mætti Everton en Arsene Wenger, þjálfari Arsenal, fullyrti að það hefði verið vegna meiðsla. Nýr samningur sem haldið hefði Flamini áfram í London var lagður á borðið fyrir nokkru en það tilboð rann út á miðnætti. Flamini fer á frjásri sölu. Enskir fjölmiðlar segja að Alex Hleb muni að öllum líkindum fylgja fordæmi Flamini og yfirgefa Arsenal í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×