Enski boltinn

Eriksson: Takk fyrir mig

NordcPhotos/GettyImages

Sven-Göran Eriksson hefur þakkað stuðningsmönnum Manchester City fyrir stuðninginn á leiktíðinni en viðurkennir að það verði ef til vill ekki nóg til að hann haldi starfi sínu áfram.

Framtíð Eriksson þykir hanga á bláþræði eftir slakt gengi City á síðari helmingi leiktíðar og hefur eigandi félagsins lýst því yfir að allir hlutir verði teknir til endurskoðunar í sumar.

"Stuðningurinn sem ég hef fengð frá fylgismönnum félagsins er frábær og hefur verið það í allan vetur. Ég hugsa þó að hann hafi ekki mikið að segja þegar kemur að því að meta leiktíðina, en við eigum viku eftir af tímabilinu. Ég hef ekki talað við eigandann síðan við ræddum saman fyrir viku og við munum eiga annan fund í næstu viku. Ég hef lítið að segja fyrr en þá, en við settum okkur það takmark að enda ekki neðar en í 10. sæti og við getum ekki endað neðar en það úr þessu," sagði Eriksson í samtali við Sky. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×