Íslenski boltinn

Fylkir sótti þrjú stig á Akranes

Elvar Geir Magnússon skrifar

Fylkismenn unnu 3-2 sigur á ÍA á Akranesi í kvöld. ÍA er aðeins með fjögur stig úr fimm leikjum en Fylkismenn eru í fimmta sætinu.

Það var mikill vindur á Akranesi í kvöld og hafði hann mikil áhrif á leikinn. Ian Jeffs kom Fylki yfir snemma leiks með marki úr aukaspyrnu en boltinn hafði viðkomu í varnarmanni og breytti um stefnu.

Á 24. mínútu jafnaði hinn efnilegi Björn Bergmann Sigurðarson en Peter Gravesen endurheimti forystuna fyrir Fylki þegar hann skoraði beint úr hornspyrnu.

Varnarmaðurinn Guðni Rúnar Helgason bætti við marki fyrir Fylki og kom þeim í 3-1. Tveimur mínútum síðar minnkaði Vjekoslav Svadumovic muninn fyrir Skagamenn en lengra komst ÍA ekki. Kristján Valdimarsson, varnarmaður Fylkis, bjargaði á marklínu í uppbótartíma.

Fylgst var með gangi mála í leikjum kvöldsins á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Smelltu hér eða sláðu inn slóðina https://www.visir.is/boltavakt til að komast inn á Boltavaktina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×