Enski hefst á morgun - Upphitun fyrir leiki helgarinnar 15. ágúst 2008 14:10 Tæplega 100 daga bið aðdáenda enska boltans lýkur klukkan 11:30 í fyrramálið þegar Arsenal og WBA spila opnunarleikinn í ensku úrvalsdeildinni þetta árið. Ensku úrvalsdeildinni verða sem fyrr gerð góð skil á sportrásum Stöðvar 2 og verða allir leikirnir í fyrstu umferðinni sýndir í beinni útsendingu. Arsenal - WBA 11:30 Sport 2 Nýliðar WBA voru kallaðir Arsenal Championship-deildarinnar á síðustu leiktíð vegna skemmtilegs leikstíls liðsins, en þeir fá nú að reyna sig gegn Arsene Wenger og félögum á Emirates. Hull - Fulham 14:00 Sport 6 Nýliðar Hull City fá sömuleiðis eldskírn sína í efstu deild á morgun þegar þeir mæta Fulham á KC vellinum. Þetta verður fyrsti leikur Hull í efstu deild í sögu félagsins. Bolton - Stoke 14:00 Sport 3 Þriðju nýliðarnir í deildinni, gamla Íslendingafélagið Stoke City, mætir Bolton á Reebok leikvanginum. Þar eru á ferðinni tvö lið sem margir spá því að muni eiga erfitt uppdráttar í deildinni í vetur, en Stoke er nú að spila í efstu deild í fyrsta skipti síðan árið 1985. Everton - Blackburn 14:00 Sport 4 Leikur Everton og Blackburn verður leikur tveggja liða sem hafa ekki gert sérstaka hluti á leikmannamarkaðnum í sumar, en staða Blackburn þar hefur ekki batnað mikið eftir að félagið missti enska landsliðsmanninn David Bentley til Tottenham. Þetta verður fyrsti leikur Blackburn í deildinni undir stjórn Paul Ince sem tók við af Mark Hughes. Middlesbrough - Tottenham 14:00 Sport 5 Bylting Juande Ramos hjá Tottenham heldur áfram og þó lið hans verði án varafyrirliðans Robbie Keane þegar það sækir Middlesbrough heim á morgun, er mikil bjartsýni í herbúðum Lundúnaliðsins. Jafn margir bíða væntanlega eftir því hvort Luka Modric slær í gegn í sínum fyrsta leik fyrir félagið og hinir sem bíða milli vonar og ótta eftir að vita hvort búið verður að selja Dimitar Berbatov til Manchester United. West Ham - Wigan 14:00 Sport 2 Íslendingalið West Ham ætlar sér eflaust stóra hluti í opnunarleik sínum gegn Steve Bruce og félögum í Wigan, en Hamrarnir enduðu í 10. sæti á síðustu leiktíð. Bruce náði hinsvegar að gera ágæta hluti með Wigan og segist fullviss um að geta bætt þann árangur á komandi leiktíð. Sunderland - Liverpool 16:15 Sport 2 Lokaleikurinn á laugardaginn er svo viðureign Sunderland og Liverpool á Stadium of Light þar sem lærisveinar Rafa Benitez munu leitast við að byrja jafn vel og þeir gerðu á síðustu leiktíð. Það hefur þó sýnt sig að fá lið sækja gull í greipar norðanmanna á góðum degi og Sunderland hefur bætt við sig nokkrum sterkum leikmönnum í sumar. SunnudagurRonaldo og félagar eiga tvo titla að verjaAFPÁ sunnudag verða líka hörkuleikir þar sem liðin tvö sem flestir spá því að berjist um meistaratitilinn verða í sviðsljósinu.Chelsea - Portsmouth 12:10 Sport 2Luiz Felipe Scolari mun til að mynda stýra Chelsea í fyrsta sinn þegar lið hans tekur á móti Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Portsmouth. Sjálfstraustið í Chelsea-mönnum er í botni með nýja stjórann og Frank Lampard með nýjan samning í vasanum.Manchester City - Aston Villa 17:15 Sport 3 Mark Hughes byrjaði leiktíðina ekki glæsilega sem stjóri Manchester City þegar lið hans tapaði fyrir danska liðinu Midtjylland í Evrópukeppninni í gær. Hann mun reyna sig gegn FH-bönunum í Aston Villa á sunnudag þar sem Gareth Barry verður væntanlega á sínum stað í liði Villa - stuðningsmönnum félagsins til mikillar ánægju.Manchester United - Newcastle 14:40 Sport 2 Rúsínan í pylsuendanum á sunnudaginn er svo leikur Newcastle og Manchester United þar sem meistararnir hefja titilvörnina á erfiðum leik gegn Kevin Keegan og félögum fyrir norðan. Enski boltinn Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Fleiri fréttir Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Sjá meira
Tæplega 100 daga bið aðdáenda enska boltans lýkur klukkan 11:30 í fyrramálið þegar Arsenal og WBA spila opnunarleikinn í ensku úrvalsdeildinni þetta árið. Ensku úrvalsdeildinni verða sem fyrr gerð góð skil á sportrásum Stöðvar 2 og verða allir leikirnir í fyrstu umferðinni sýndir í beinni útsendingu. Arsenal - WBA 11:30 Sport 2 Nýliðar WBA voru kallaðir Arsenal Championship-deildarinnar á síðustu leiktíð vegna skemmtilegs leikstíls liðsins, en þeir fá nú að reyna sig gegn Arsene Wenger og félögum á Emirates. Hull - Fulham 14:00 Sport 6 Nýliðar Hull City fá sömuleiðis eldskírn sína í efstu deild á morgun þegar þeir mæta Fulham á KC vellinum. Þetta verður fyrsti leikur Hull í efstu deild í sögu félagsins. Bolton - Stoke 14:00 Sport 3 Þriðju nýliðarnir í deildinni, gamla Íslendingafélagið Stoke City, mætir Bolton á Reebok leikvanginum. Þar eru á ferðinni tvö lið sem margir spá því að muni eiga erfitt uppdráttar í deildinni í vetur, en Stoke er nú að spila í efstu deild í fyrsta skipti síðan árið 1985. Everton - Blackburn 14:00 Sport 4 Leikur Everton og Blackburn verður leikur tveggja liða sem hafa ekki gert sérstaka hluti á leikmannamarkaðnum í sumar, en staða Blackburn þar hefur ekki batnað mikið eftir að félagið missti enska landsliðsmanninn David Bentley til Tottenham. Þetta verður fyrsti leikur Blackburn í deildinni undir stjórn Paul Ince sem tók við af Mark Hughes. Middlesbrough - Tottenham 14:00 Sport 5 Bylting Juande Ramos hjá Tottenham heldur áfram og þó lið hans verði án varafyrirliðans Robbie Keane þegar það sækir Middlesbrough heim á morgun, er mikil bjartsýni í herbúðum Lundúnaliðsins. Jafn margir bíða væntanlega eftir því hvort Luka Modric slær í gegn í sínum fyrsta leik fyrir félagið og hinir sem bíða milli vonar og ótta eftir að vita hvort búið verður að selja Dimitar Berbatov til Manchester United. West Ham - Wigan 14:00 Sport 2 Íslendingalið West Ham ætlar sér eflaust stóra hluti í opnunarleik sínum gegn Steve Bruce og félögum í Wigan, en Hamrarnir enduðu í 10. sæti á síðustu leiktíð. Bruce náði hinsvegar að gera ágæta hluti með Wigan og segist fullviss um að geta bætt þann árangur á komandi leiktíð. Sunderland - Liverpool 16:15 Sport 2 Lokaleikurinn á laugardaginn er svo viðureign Sunderland og Liverpool á Stadium of Light þar sem lærisveinar Rafa Benitez munu leitast við að byrja jafn vel og þeir gerðu á síðustu leiktíð. Það hefur þó sýnt sig að fá lið sækja gull í greipar norðanmanna á góðum degi og Sunderland hefur bætt við sig nokkrum sterkum leikmönnum í sumar. SunnudagurRonaldo og félagar eiga tvo titla að verjaAFPÁ sunnudag verða líka hörkuleikir þar sem liðin tvö sem flestir spá því að berjist um meistaratitilinn verða í sviðsljósinu.Chelsea - Portsmouth 12:10 Sport 2Luiz Felipe Scolari mun til að mynda stýra Chelsea í fyrsta sinn þegar lið hans tekur á móti Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Portsmouth. Sjálfstraustið í Chelsea-mönnum er í botni með nýja stjórann og Frank Lampard með nýjan samning í vasanum.Manchester City - Aston Villa 17:15 Sport 3 Mark Hughes byrjaði leiktíðina ekki glæsilega sem stjóri Manchester City þegar lið hans tapaði fyrir danska liðinu Midtjylland í Evrópukeppninni í gær. Hann mun reyna sig gegn FH-bönunum í Aston Villa á sunnudag þar sem Gareth Barry verður væntanlega á sínum stað í liði Villa - stuðningsmönnum félagsins til mikillar ánægju.Manchester United - Newcastle 14:40 Sport 2 Rúsínan í pylsuendanum á sunnudaginn er svo leikur Newcastle og Manchester United þar sem meistararnir hefja titilvörnina á erfiðum leik gegn Kevin Keegan og félögum fyrir norðan.
Enski boltinn Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Fleiri fréttir Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Sjá meira