Innlent

Vilja að hverfisráð Miðborgar fjalli um Fríkirkjuvegarsamning

Deilur hafa staðið um hvort skerða eigi aðgengi að Hallargarðinum.
Deilur hafa staðið um hvort skerða eigi aðgengi að Hallargarðinum. MYND/GVA

Hollvinir Hallargarðsins hafa sent bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur þar sem óskað er eftir því að hverfisráð Miðborgar fjalli um kaupsamning milli Novators og Reykjavíkurborgar um Fríkirkjuveg 11.

Er þar einkum vísað til þeirra breytinga sem samningurinn heimilar Novator að gera á Hallargarðinum. Hollvinir Hallargarðsins telja hverfisráðið eiga samkvæmt samþykktum að fjalla um breytingar á eina útivistar- og leiksvæði Þingholta og Laufáss og óska eftir góðri samvinnu við ráðið þar um.

 

Kaupsamningurinn er á dagskrá borgarstjórnarfundar í dag og hafa Hollvinir óskað eftir frestun á afgreiðslu hans til þess m.a. að unnt verði að kynna hann í grenndarkynningu. Með bréfinu til borgarstjórnar fylgir ályktun kennarafundar í Kvennaskólanum í Reykjavík, stjórnar Íbúasamtaka miðborgarinnar og framhaldsstofnfundar Hollvina Hallgarðsins.

Í ályktun kennarafundar er lýst yfir þungum áhyggjum af hugsanlegri takmörkun á aðgengi og umferð um Hallargarðinn við Fríkirkjuveg. Gönguleið yfir 600 nemenda og kennara milli tveggja kennsluhúsa liggi daglega um svæðið aftan við Fríkirkjuveg 11 og um aðkeyrsluna að húsinu frá Laufásvegi.

„Allar hindranir og takmarkanir á umferð á þessu svæði myndu því hafa talsverða truflun í för með sér fyrir daglegt líf í skólanum. Svo lengi sem húsnæðismál Kvennaskólans eru með þeim hæptti sem nú er, treysta fundarmnn því að héðan í frá sem hingað til muni borgaryfirvöld tryggja óhindraða umferð um lóðina á Frikirkjuvegi 11 fyrir starfsmenn og nemendur skólans," segir í ályktuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×