Enski boltinn

Bergkamp skráir sig í þjálfaraskóla

NordcPhotos/GettyImages

Hollenska knattspyrnugoðsögnin Dennis Bergkamp sem áður lék með Arsenal, hefur skráð sig í þjálfaraskóla á vegum Ajax í Amsterdam.

Bergkamp lýsti því yfir þegar hann hætti að spila að hann hefði ekki áhuga á að fara út í þjálfun, en nú virðist honum hafa snúist hugur.

Félagi hans Marco Van Basten hefur þegar boðið honum lærlingsstöðu í þjálfarateymi Ajax, en Bergkamp lék með liðinu á árum áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×