Fótbolti

Seedorf fer ekki á EM í sumar

NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Clarence Seedorf hjá AC Milan hefur ákveðið að draga sig út úr hollenska landsliðshópnum fyrir EM í sumar. Seedorf var upphaflega í 30 manna hópi Marco Van Basten fyrir mótið.

"Ég virði Clarence innan og utan vallar en hann hefur tekið þessa ákvörðun," sagði Van Basten.

Seedorf leikur þannig ekki á sínu fjórða Evrópumóti á löngum og glæsilegum ferli, en hann er reyndar einn nokkurra leikmanna í hollenska hópnum sem hefur átt í deilum við landsliðsþjálfarann.

Þar má nefna miðjumanninn Marc Van Bommel og framherjann Ruud Van Nistelrooy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×