Fótbolti

Trezeguet og Clichy ekki í EM-hóp Frakka

Trezeguet hlaut ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans
Trezeguet hlaut ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn David Trezeguet hjá Juventus og bakvörðurinn Gael Clichy hjá Arsenal komust ekki í fyrsta landsliðshóp Raymond Domenech fyrir EM. Domenech valdi 30 menn í hóp sinn í dag og úr honum falla sjö menn undir lok mánaðarins.

Þeir Eric Abidal hjá Barcelona og Patrice Evra hjá Manchester United eru á undan Clichy í goggunarröðinni hjá landsliðsþjálfaranum, en líklega vakti mesta athygli að hann veldi framherjann Bafetimbi Gomis frá St. Etienne í hópinn í stað hins reynda Trezeguet.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×