Íslenski boltinn

Góðs viti að vinna þó við spilum illa

Hjálmar tryggði Fram öll stigin í kvöld
Hjálmar tryggði Fram öll stigin í kvöld Mynd/Hörður

Hjálmar Þórarinsson var að vonum sáttur við 1-0 sigur Framara á Þrótti í kvöld þó heimamenn í Fram hafi á köflum verið yfirspilaðir á Laugardalsvelli.

Hjálmar skoraði markið sem skildi að snemma leiks, en voru þetta sanngjörn úrslit?

"Nei, við vorum stálheppnir að vinna þennan leik, en þetta var baráttusigur og það lið sem skorar fleiri mörk vinnur leikinn. Við ræddum það í hálfleik að koma brjálaðir til leiks í þeim síðari, enda var sá fyrri ekkert frábær hjá okkur. Þetta var bara einn af þessum dögum sem við náum okkur ekki á strik," sagði Hjálmar í samtali við Vísi í kvöld.

En hefur hann áhyggjur af spilamennsku Fram?

"Nei, enda er það góðs viti að vinna þó svo að liðið sé að spila illa. Við lítum því á það sem styrkleikamerki og komum sterkari til leiks í næstu umferð," sagði Hjálmar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×