Miklu magni sprengiefnis var stolið á Kárahnjúkum á föstudagskvöld. Lögreglan á Egilsstöðum staðfesti í samtali við Vísi í kvöld að sprengiefni hefði horfið á svæðinu en að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um málið.
Heimildir Vísis herma að um átta tonnum af sprengiefni hafi verið stolið á vinnusvæðinu við Hraunaveitu á föstudagskvöldið og að lögregla hafi rannsakað málið alla helgina.
Ekki er ljóst hvort búið sé að finna sprengiefnið.