Íslenski boltinn

Þrjú mörk komin í Keflavík

Mynd/Anton Brink

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fimm sem standa yfir í Landsbankadeild karla. Flest mörkin hafa komið í Keflavík þar sem heimamenn hafa yfir 2-1 gegn KR.

Guðmundur Steinarsson kom Keflvíkingum yfir gegn KR á 14. mínútu úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Jordao Diogo handlék knöttinn klaufalega í teignum. Aðeins átta mínútum síðar skoraði Hörður Sveinsson annað mark Keflvíkinga þegar hann komst einn í gegn um slaka vörn vesturbæinga. KR-ingar gáfust þó ekki upp og Björgólfur Takefusa minnkaði muninn úr vítaspyrnu á síðustu mínútu hálfleiksins.

FH hefur 2-0 yfir gegn Fjölni í Kaplakrika þar sem Atli Viðar Björnsson hefur skorað bæði mörk FH - og bæði eftir sendingu frá nafna sínum Guðnasyni. FH-ingar leika manni færri eftir að Davíð Þór Viðarsson fékk beint rautt spjald á 30. mínútu fyrir meint olnbogaskot. Mörkin komu á 17. og 27. mínútu.

HK, sem vann frækinn sigur á Íslandsmeisturum Vals í síðustu umferð, hefur yfir 1-0 gegn ÍA í Kópavogi. Það var Mitja Bruic sem skoraði mark Kópavogsmanna á 26. mínútu, en ÍA hefur átt tvö skot í þverslá HK marksins.

Ekkert mark er komið í leikjum Fram og Grindavíkur á Laugardalsvelli og leik Vals og Blika á Vodafonevellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×