Innlent

Einkavæðing bankanna voru ekki mistök

Valgerður Sverrisdóttir er nýr formaður Framsóknarflokksins.
Valgerður Sverrisdóttir er nýr formaður Framsóknarflokksins.

Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknarflokksins, segir að það hafi ekki verið mistök að einkavæða bankanna. Valgerður var viðskiptaráðherra þegar Landsbankinn og Búnaðarbankinn voru seldir til einkaðila.

,,Nei, ég vil ekki halda því fram," sagði Valgerður aðspurð hvort það hafi verið mistök að selja bankanna en hún var gestur í Kastljósi fyrr í kvöld.

Valgerður sagði að sala bankanna hafi farið fram samkvæmt leiðbeiningum og undir eftirliti alþjóðlegs fjármálafyrirtækis. ,,Ég taldi það vera nokkuð góðan stimpil þegar þetta fór fram." Þá hafi Ríkisendurskoðun og Umboðsmaður Alþingis farið fyrir söluna á bönkunum og skilað jákvæðri umsögn.

Valgerður var einnig spurð af því hvað hafi orðið um fjármuni eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga þar sem hún situr í fulltrúaráði. Valgerður sagðist ekki getað svarað þeirri spurningu þar sem ráðið hafi ekki verið kallað saman.

,,Mér finnst ekki ólíklegt miðað við það sem hefur verið að gerast í sambandi við fyrirtæki sem Gift átti hlut í að það sé orðið lítið eftir að þessum eignum," sagði Valgerður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×