Innlent

300 björgunarsveitarmenn að störfum í Árnessýslu

Yfir 300 björgunarsveitarmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru nú að störfum á jarðskjálftasvæðinu í Árnessýslu. Flutt hafa verið tjöld og greiningastöðvar á svæðið.

Vettvangsstjórnstöðvar hafa verið settar upp á Selfossi, Þorlákshöfn, þaðan sem verkefnum í Ölfusi er stýrt og í Hveragerði.

Björgunarsveitir munu, ásamt öðrum viðbragðsaðilum,fara í öll hús á svæðinu, þ.m.t. alla sveitabæi og sumarbústaði.

Safnaðarheimilið á Hellu hefur verið opnað fyrir íbúa á svæðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×