Enski boltinn

Tímabilið hjá Arsenal klárast á morgun

Ian Wright er ekki bjartsýnn fyrir hönd sinna manna
Ian Wright er ekki bjartsýnn fyrir hönd sinna manna NordcPhotos/GettyImages

Arsenal-goðsögnin Ian Wright spáir því að draumur Arsenal um titla í vetur muni fjara út á Old Trafford á morgun þegar það sækir Manchester United heim í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal dugir ekkert minna en sigur á morgun til að hleypa spennu í toppbaráttuna þegar skammt er til loka leiktíðar, en Wright er ekki bjartsýnn fyrir hönd sinna manna.

"Ég er búinn að segja það alla leiktíðina. Ég hef ekki trú á að Arsenal sé nógu sterkt lið til að klára dæmið. Þeir erum með frábæra leikmenn innanborðs, en það var til of mikils mælst að ætla þessu liði að vinna deildina án þess að keyptir yrðu heimsklassa leikmenn inn í hópinn. Ef þeir hefðu gert það strax í janúar, hefði liðið kannski ekki lent í þeirri lægð sem það hefur verið í upp á síðkastið," sagði Wright í samtali við Sun.

Arsenal glutraði niður fimm stiga forskoti á toppnum og á nú aðeins fræðilega möguleika á titlinum.

Eftir að liðið tapaði fyrir Liverpool, er ljóst að tímabilið gæti endað á sunnudaginn. Hópurinn er bara ekki nógu sterkur hvað dýpt varðar og lið eins og Arsenal þaf breiðari hóp," sagði Wright.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×