Innlent

Biskupstofa fékk ábendingu um kynferðisbrot séra Gunnars

Að sögn Steinunnar A. Björnsdóttur upplýsingafulltrúa Biskupstofu barst þeim umkvörtun um kynferðislegt áreiti við sóknarbarn af hálfu séra Gunnars Björnssonar fyrir skömmu síðan.

Séra Gunnar hefur sem kunnugt er verið kærður fyrir kynferðisafbrot gegn tveimur unglingsstúlkum á Selfossi þar sem hann var sóknarprestur.

"Ákveðið ferli fer í gang hér hjá okkur þegar svona kemur upp," segir Steinunn. "Við erum með sérstakt Fagráð um meðferð kynferðisbrota innan Þjóðkirkjunnar og þangað var málinu strax vísað."

Steinunn segir að fulltrúi frá fagráðinu hafi farið austur á Selfoss til að kanna málið. Að því loknu vísaði Fagráðið því til Barnaverndarnefndar sem svo aftur hafði samband við lögregluna.

"Aðeins annað þeirra mála sem nú er hjá lögreglu fór í gegnum okkur," segir Steinunn.

Upplýsingar um fagráðið má finna hér: www.kirkjan.is/kynferdisbrot
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.