Erlent

Ótrúlegt að maður skuli stunginn á Bobbys Kiosk - myndband

Óli Tynes skrifar

„Bobbys Kiosk er rólegur og góður staður og þar gerist aldrei neitt misjafnt," sagði Annette Arentsen, í samtali við Vísi.

Annette rekur pylsuvagn á Colbjörnsensgade 15 í Kaupmannahöfn, sama stað og Íslendingur var stunginn sjö sinnum með hnífi í nótt. Þar í grennd er hótel sem Íslendingar gista gjarnan á í Kaupmannahöfn.

Annette segir að Bobby sé indælismaður á miðjum aldri og ljóst að hann hafi ekki komið þarna við sögu þar sem þeir sem voru handteknir vegna málsins séu sautján og tuttugu og eins árs. Sér kæmi enda ekki til hugar að Bobby myndi beita nokkurn mann ofbeldi, hvað þá að nota vopn.

Annette var í fríi í sumarhúsinu sínu þegar Vísir náði í hana. Hún sagðist því ekki vita gjörla um atburðarrásina, aðeins það sem komið hefði fram í fjölmiðlum.

Henni fannst ótrúlegt að hníf hafi verið beitt á Bobbys Kiosk.

Myndband af vettvangi má sjá með þessari frétt.

Tengdar fréttir

Íslendingurinn sem var stunginn gekkst undir aðgerð í nótt

Maðurinn sem var stunginn ítrekað með hníf í söluturni við Colbjørnsensgade í Kaupmannahöfn í gærkvöld er enn á sjúkrahúsi, samkvæmt upplýsingum frá Þóri Jökli Þorsteinssyni, sendiráðspresti í Kaupmannahöfn.

Íslendingur stunginn í Kaupmannahöfn

Átök í söluturni við Vesturbrú í Kaupmannahöfn í nótt enduðu með því að 25 ára gamall Íslendingur sem þar var staddur var stunginn sjö sinnum með hníf.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×