Lífið

Bubbi útskýrir ummælin í Mogganum - Fær pillur frá fylgdarliði Bjarkar

Bubbi Morthens
Bubbi Morthens

Fylgdarlið Bjarkar Guðmundsdóttur var ekki lengi að svara Bubba Morthens vegna ummæla hans í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í gær.

Í viðtalinu sagði Bubbi að það væru mikilvægari baráttumál í samfélaginu en náttúrumál. Nefndi Bubbi fátækt sérstaklega í því samhengi.

Í sama viðtali sagðist Bubbi hafa tapað miklum fjármunum á hlutabréfaviðskiptum undanfarna mánuði.

"Kannski hefði Björk átt að tileinka Bubba tónleikana," er skrifað í nýrri bloggfærslu á blogginu hennar Bjarkar en færslan er svar við fyrrnefndum ummælum Bubba.

Og það er meira skotið á Bubba.

"Í stað þess að gagnrýna Björk fyrir að berjast fyrir röngum málstað ætti Bubbi að gera eitthvað í málunum sjálfur," segir í lok færslunnar á blogginu hennar Bjarkar.

Líklega er það ekki Björk sjálf sem skýtur svona á Bubba því á blogginu segir að það sé aðallega föruneyti hennar á tónleikaferð um heiminn sem skrifi færslur.

Jónas Sen er sagður hvað duglegastur við að uppfæra síðuna.

Bubbi sjálfur birti í gær yfirlýsingu á heimsíðu sinni þar sem hann útskýrir ummæli sín í viðtalinu en þau vöktu mikil viðbrögð.

Þar skrifar Bubbi:

Það er flott og gott mál að geta tengt sig andlega við þúfur og steina og fundið fyrir ást til náttúrunnar...

Það er meiri þörf fyrir því að vekja athygli á kjörum fólks á íslandi en náttúrunni...

Ég var ekki að "dissa" Björk sem ég ber mikla virðingu fyrir og það sama má segja um Sigurrós. Ég var að leggja áherslu á að þörfin er mikil og að Álversframkvæmdir eru ekki það versta í íslensku þjóðlífi.

Bloggið hjá Björk má lesa hér

Heimasíða Bubba er hér










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.