Man City sekkur dýpra Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. desember 2008 15:25 Roman Bednar var hetja West Brom í dag. Nordic Photos / Getty Images Manchester City tapaði enn einum leiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag, í þetta sinn á útivelli fyrir botnliði West Bromwich Albion, 2-1. Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Luke Moore kom West Brom yfir en Felipe Caceido jafnaði metin fyrir City þegar að skammt var til leiksloka. En það var hins vegar Roman Bednar sem náði að skora sigurmark leiksins í uppbótartíma leiksins. Framherjinn Bednar var í byrjunarliði West Brom á nýjan leik í staðinn fyrir Chris Brunt. Þá kom Do-Heon Kim inn fyrir Borja Valero á miðjunni. Robinho var ekki í liði Manchester City vegna meiðsla eins og búist var við en Benjani var í byrjunarliðinu eftir að hann náði að hrista af sér sín meiðsli. Richard Dunne var einnig í byrjunarliðinu en hann missti af Evrópuleiknum í vikunni. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og það var ekki mikið um færi í fyrri hálfleik. Það besta fékk Bednar sem skaut í stöng en af henni fór boltinn af Joe Hart markverði og framhjá. Síðari hálfleikur var ekki mikið skárri og snemma í honum meiddist Benjani með þeim afleiðingum að honum var skipt út af. Inn á í staðinn kom Felipe Caicedo sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið gegn Racing Santander í UEFA-bikarkeppninni í vikunni. En nokkru síðar kom loksins fyrsta markið. West Brom komst í skyndisókn og James Morrison gaf stungusendingu á Luke Moore sem náði að koma boltanum framhjá Hart markverði City. Þetta mark kom á 69. mínútu. Þegar sex mínútur voru til leiksloka lét varamaðurinn Caceido til sín taka. Boltinn barst til hans í miðjum teignum og hann gerði sér lítið fyrir og skaut að marki með hælnum en boltinn fór af varnarmanni West Brom og í stöngina og inn. Það var því allt útlit fyrir jafntefli en heimamenn neituðu að játa sig sigraða. Í uppbótartíma gerðu varnarmenn City sig seka um slæm mistök er há fyrirgjöf kom inn á teiginn. Þeir gleymdu að dekka Bednar sem þakkaði fyrir sig með því að skora með fínum skalla. Þar við sat og West Brom vann afar sætan sigur en liðið hafði ekki unnið í síðustu tíu leikjum sínum. West Brom er enn á botninum en er nú með fimmtán stig en Manchester City er nú komið í fallsæti með átján stig. Útlitið er því heldur dökkt fyrir Mark Hughes, knattspyrnustjóra liðsins. Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Fleiri fréttir Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Sjá meira
Manchester City tapaði enn einum leiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag, í þetta sinn á útivelli fyrir botnliði West Bromwich Albion, 2-1. Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Luke Moore kom West Brom yfir en Felipe Caceido jafnaði metin fyrir City þegar að skammt var til leiksloka. En það var hins vegar Roman Bednar sem náði að skora sigurmark leiksins í uppbótartíma leiksins. Framherjinn Bednar var í byrjunarliði West Brom á nýjan leik í staðinn fyrir Chris Brunt. Þá kom Do-Heon Kim inn fyrir Borja Valero á miðjunni. Robinho var ekki í liði Manchester City vegna meiðsla eins og búist var við en Benjani var í byrjunarliðinu eftir að hann náði að hrista af sér sín meiðsli. Richard Dunne var einnig í byrjunarliðinu en hann missti af Evrópuleiknum í vikunni. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og það var ekki mikið um færi í fyrri hálfleik. Það besta fékk Bednar sem skaut í stöng en af henni fór boltinn af Joe Hart markverði og framhjá. Síðari hálfleikur var ekki mikið skárri og snemma í honum meiddist Benjani með þeim afleiðingum að honum var skipt út af. Inn á í staðinn kom Felipe Caicedo sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið gegn Racing Santander í UEFA-bikarkeppninni í vikunni. En nokkru síðar kom loksins fyrsta markið. West Brom komst í skyndisókn og James Morrison gaf stungusendingu á Luke Moore sem náði að koma boltanum framhjá Hart markverði City. Þetta mark kom á 69. mínútu. Þegar sex mínútur voru til leiksloka lét varamaðurinn Caceido til sín taka. Boltinn barst til hans í miðjum teignum og hann gerði sér lítið fyrir og skaut að marki með hælnum en boltinn fór af varnarmanni West Brom og í stöngina og inn. Það var því allt útlit fyrir jafntefli en heimamenn neituðu að játa sig sigraða. Í uppbótartíma gerðu varnarmenn City sig seka um slæm mistök er há fyrirgjöf kom inn á teiginn. Þeir gleymdu að dekka Bednar sem þakkaði fyrir sig með því að skora með fínum skalla. Þar við sat og West Brom vann afar sætan sigur en liðið hafði ekki unnið í síðustu tíu leikjum sínum. West Brom er enn á botninum en er nú með fimmtán stig en Manchester City er nú komið í fallsæti með átján stig. Útlitið er því heldur dökkt fyrir Mark Hughes, knattspyrnustjóra liðsins.
Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Fleiri fréttir Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn