Íslenski boltinn

Þrír leikmenn í eins leiks bann

Stefán Þórðarson missir af næsta leik Skagamanna
Stefán Þórðarson missir af næsta leik Skagamanna

Aganefnd KSÍ kom saman í kvöld og í kjölfar fundarins voru þrír leikmenn í Landsbankadeild karla dæmdir í eins leiks bann.

Þetta eru þeir Gunnlaugur Jónsson KR, Baldur Bett hjá Val og Stefán Þórðarson hjá ÍA, sem allir fengu að líta rauða spjaldið í síðustu umferð.

Skagamenn áfrýjuðu rauða spjaldinu sem Stefán fékk í tapinu gegn Keflavík á sunnudagskvöldið og gerðu athugasemdir við síðara gula spjaldið sem Stefán fékk að líta í leiknum. Áfrýjun ÍA bar því engan árangur í dag.

Einn leikmaður í Landsbankadeild kvenna var úrskurðaður í eins leiks bann, en það var Ragna Björg Einarsdóttir, leikmaður Fylkis, vegna brottvísunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×