Enski boltinn

Wenger: Titlarnir koma

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Nordic Photos / Getty Images

Arsene Wenger segir að titlarnir muni skila sér á endanum og að hann ætli sér ekki að breyta um leikstíl Arsenal-liðsins.

Arsenal tapaði í gær fyrir Manchester United og eiga því lítinn möguleika á því að bera sigur úr býtum í ensku úrvalsdeildinni. Liðið stefnir því í að missa af öllum titlunum sem í boði eru, þriðja tímabilið í röð.

„Við munum halda áfram að spila eins og við höfum gert, bara betur," sagði Wenger. „Titlarnir munu koma. Aðalatriðið er að halda liðinu saman. Þetta eru alveg ótrúlegir leikmenn."

Emmanuel Adebayor tók í svipaðan streng og deilir sýn Wenger. „Arsene er frábær maður og frábær knattspyrnustjóri. Hann hefur afrekað miklu með þessu félagi og verður pottþétt áfram. Hann hefur fengið marga góða leikmenn til félagsins og við ætlum okkur að mæta sterkir til leiks á næsta tímabili."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×