Enski boltinn

Skemmdarverk á heimili framkvæmdastjóra United

David Gill
David Gill NordicPhotos/GettyImages

Reiðir stuðningsmenn Manchester United unnu skemmdarverk á heimili framkvæmdastjórans David Gill.

Gill kom heim úr viðskiptaferð í gær og þá bar búið að úða slagorðum á veggi glæsivillu hans. "Út með Glazer-feðga" og "Gill er Júdas" stóð meðal annars málað utan á hús hans. Breska blaðið Daily Mail greinir frá þessu í dag.

Talið er að þessi skemmdarverk hafi verið unnin í kjölfar ummæla Gill á dögunum þar sem hann lýsti yfir stuðningi við fjárhagsstöðunni hjá félaginu.

Gill var upphaflega á móti því að Glazer-feðgar eignuðust félagið, en skipti um skoðun og virðist nú hafa miklar mætur á Bandaríkjamönnunum.

"Eigendurnir hafa ekki skipt sér af okkar störfum hjá félaginu og blanda sér ekki inn í eitt eða neitt nema það sem kemur að þeirra sérsviði - eins og til dæmis í kring um auglýsingasamninga. Það verður alltaf til fólk sem geðjast ekki að þeim - jafnvel þó við vinnum þrjá Evróputitla í röð," sagði Gill í viðtali á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×