Enski boltinn

Keegan saknar Jose Mourinho

NordicPhotos/GettyImages

Kevin Keegan, nýráðinn stjóri Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, segist óska þess að Jose Mourinho snúi aftur í deildina einn daginn.

"Mér fannst Mourinho koma með ferska vinda inn í úrvalsdeildina og því fyrr sem hann snýr aftur, því betra. Stjórar þurfa að hafa þessa blöndu af hæfileikum og skapgerð og úrvalsdeildin hefur upp á nokkra slíka að bjóða," sagði Keegan, sem hirti fjögur stig af sex mögulegum af Mourinho þegar hann var stjóri Manchester City forðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×