Enski boltinn

Adebayor kominn með tvö í hálfleik

NordicPhotos/GettyImages

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal hefur yfir 2-0 á útivelli gegn Fulham þar sem markahrókurinn Emmanuel Adebayor er búinn að skora bæði mörkin með skalla.

Tottenham komst yfir gegn Sunderland eftir innan við tvær mínútur þar sem Aaron Lennon skoraði og staðan er 1-0 í hálfleik þar.

Portsmouth lenti undir 1-0 á heimavelli gegn Derby þar sem Lewin Nyatanga skoraði fyrir gestina, en Benjani skoraði tvö mörk síðar í hálfleiknum fyrir heimamenn og kom þeim yfir.

Middlesbrough hefur 1-0 yfir gegn Blackburn á útivelli þar sem David Wheater skoraði með skalla.

Ekkert mark er komið í leik Reading-Man Utd og Birmingham-Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×