Ólafur: Umræðan um Veigar hafði engin áhrif Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. ágúst 2008 15:28 Ólafur Jóhannesson og Pétur Pétursson aðstoðarmaður hans. Mynd/E. Stefán Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari segir að umræðan um stöðu Veigars Páls Gunnarssonar innan landsliðsins hafi engin áhrif haft á sig. Norðmenn hafa verið duglegir að flytja fréttir af málinu og margir hafa hneyklast á því að hann var ekki valinn í íslenska landsliðið sem mætti Aserum í síðustu viku. Veigar Páll leikur með toppliði Stabæk í norsku úrvalsdeildinni og hefur þótt með betri leikmönnum liðsins á tímabilinu. „Ég les ekki norska fjölmiðla en það hefur einn norskur blaðamaður haft samband við mig. Ég lét þetta ekkert hafa áhrif á mitt val," sagði Ólafur í samtali við Vísi. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Norðmanna, sagði til að mynda að hann sjálfur hefði valið Veigar Pál í norska landsliðið ef hann væri Norðmaður. „Það breytir engu fyrir mig. Hann velur bara sitt lið," sagði Ólafur. Veigar og Eiður geta spilað saman Hann hefur áður sagt að Eiður Smári Guðjohnsen og Veigar Páll gegni svipuðu hlutverki í sínu liði. Hann útilokar þó ekki að þeir geti spilað saman á vellinum. „Það gæti vel gerst. Við förum til Noregs til að verjast og verður lögð mest áhersla á það. En svo er aldrei að vita hvernig hlutirnir þróast." Veigar þekkir vel til norska landsliðsins eins og reyndar fleiri íslenskir landsliðsmenn sem hafa spilað lengi í Noregi. „Auðvitað eru ákveðin þægindi í því að geta farið út á völlinn og þekkja þá andstæðinginn ágætlega en ég kem bara til með að nota þá leikmenn sem ég tel vera bestir. Ég set getu manna ofar en þekkingu á andstæðingnum." Menn komi sáttir af vellinum Ólafur valdi 22 manna hóp fyrir leikina tvo sem eru framundan - gegn Norðmönnum ytra þann sjötta september og gegn Skotlandi á Laugardalsvelli fjórum dögum síðar. Þar sem aðeins er pláss fyrir átján leikmenn á leikskýrslu munu fjórir leikmenn þurfa að sætta sig við stúkusæti. „Ég geri fyrst og fremst þær væntingar til manna að þeir komi sáttir af velli og að þeir viti að þeir hafi lagt sig allan í leikinn. Ég tel það raunhæft að ná stigi í Noregi. Við munum leggja leikinn þannig upp að við erum með eitt stig í upphafi leiksins og ætlum við okkur að verja það fram í rauðan dauðann. Við munum svo reyna að sækja hin stigin tvö ef einhver möguleiki er á því." Hann gerir sér þó grein fyrir því að miklar mannabreytingar hafa átt sér stað í landsliðinu undir sinni stjórnartíð. „Við erum með tvo markmenn sem eru ekki með mikla reynslu, né heldur miðjumennirnir okkar. Það má því segja að það séu ákveðin kaflaskipti í landsliðinu en engu að síður tel ég þá leikmenn sem ég valdi 100 prósent tilbúna í verkefnið." Hefur áhyggjur af markvarðamálum Hann sagðist ekki geta neitað því að hann hefur nokkrar áhyggjur af stöðu markvarða hér á landi. „Við eigum 4-5 fína markverði en þeir eru allir orðnir nokkuð aldraðir," sagði hann í léttum dúr. „Það virðist því vera nokkuð langt bil í næsta markvörð. Við eigum þó ungan og efnilegan markvörð í Fram og tvo unga drengi sem eru í atvinnumennsku. Þetta er því ekki alslæmt." Árni Gautur Arason lék í marki íslenska landsliðsins í fyrsta leiknum undir stjórn Ólafs, gegn Dönum ytra í lokaumferð undankeppni EM 2008. Í morgun var sagt frá því að hann væri á leið til Odd Grenland og fagnaði Ólafur því. „Ef það er rétt eru það frábærar fréttir. Hann kæmi tvímælalaust til greina í landsliðið ef hann fengi að spila reglulega aftur." Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari segir að umræðan um stöðu Veigars Páls Gunnarssonar innan landsliðsins hafi engin áhrif haft á sig. Norðmenn hafa verið duglegir að flytja fréttir af málinu og margir hafa hneyklast á því að hann var ekki valinn í íslenska landsliðið sem mætti Aserum í síðustu viku. Veigar Páll leikur með toppliði Stabæk í norsku úrvalsdeildinni og hefur þótt með betri leikmönnum liðsins á tímabilinu. „Ég les ekki norska fjölmiðla en það hefur einn norskur blaðamaður haft samband við mig. Ég lét þetta ekkert hafa áhrif á mitt val," sagði Ólafur í samtali við Vísi. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Norðmanna, sagði til að mynda að hann sjálfur hefði valið Veigar Pál í norska landsliðið ef hann væri Norðmaður. „Það breytir engu fyrir mig. Hann velur bara sitt lið," sagði Ólafur. Veigar og Eiður geta spilað saman Hann hefur áður sagt að Eiður Smári Guðjohnsen og Veigar Páll gegni svipuðu hlutverki í sínu liði. Hann útilokar þó ekki að þeir geti spilað saman á vellinum. „Það gæti vel gerst. Við förum til Noregs til að verjast og verður lögð mest áhersla á það. En svo er aldrei að vita hvernig hlutirnir þróast." Veigar þekkir vel til norska landsliðsins eins og reyndar fleiri íslenskir landsliðsmenn sem hafa spilað lengi í Noregi. „Auðvitað eru ákveðin þægindi í því að geta farið út á völlinn og þekkja þá andstæðinginn ágætlega en ég kem bara til með að nota þá leikmenn sem ég tel vera bestir. Ég set getu manna ofar en þekkingu á andstæðingnum." Menn komi sáttir af vellinum Ólafur valdi 22 manna hóp fyrir leikina tvo sem eru framundan - gegn Norðmönnum ytra þann sjötta september og gegn Skotlandi á Laugardalsvelli fjórum dögum síðar. Þar sem aðeins er pláss fyrir átján leikmenn á leikskýrslu munu fjórir leikmenn þurfa að sætta sig við stúkusæti. „Ég geri fyrst og fremst þær væntingar til manna að þeir komi sáttir af velli og að þeir viti að þeir hafi lagt sig allan í leikinn. Ég tel það raunhæft að ná stigi í Noregi. Við munum leggja leikinn þannig upp að við erum með eitt stig í upphafi leiksins og ætlum við okkur að verja það fram í rauðan dauðann. Við munum svo reyna að sækja hin stigin tvö ef einhver möguleiki er á því." Hann gerir sér þó grein fyrir því að miklar mannabreytingar hafa átt sér stað í landsliðinu undir sinni stjórnartíð. „Við erum með tvo markmenn sem eru ekki með mikla reynslu, né heldur miðjumennirnir okkar. Það má því segja að það séu ákveðin kaflaskipti í landsliðinu en engu að síður tel ég þá leikmenn sem ég valdi 100 prósent tilbúna í verkefnið." Hefur áhyggjur af markvarðamálum Hann sagðist ekki geta neitað því að hann hefur nokkrar áhyggjur af stöðu markvarða hér á landi. „Við eigum 4-5 fína markverði en þeir eru allir orðnir nokkuð aldraðir," sagði hann í léttum dúr. „Það virðist því vera nokkuð langt bil í næsta markvörð. Við eigum þó ungan og efnilegan markvörð í Fram og tvo unga drengi sem eru í atvinnumennsku. Þetta er því ekki alslæmt." Árni Gautur Arason lék í marki íslenska landsliðsins í fyrsta leiknum undir stjórn Ólafs, gegn Dönum ytra í lokaumferð undankeppni EM 2008. Í morgun var sagt frá því að hann væri á leið til Odd Grenland og fagnaði Ólafur því. „Ef það er rétt eru það frábærar fréttir. Hann kæmi tvímælalaust til greina í landsliðið ef hann fengi að spila reglulega aftur."
Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira