Enski boltinn

Lauk ferlinum hjá Villa með því að hvetja Barry að fara

Elvar Geir Magnússon skrifar
Patrik Berger.
Patrik Berger.

Martin O'Neill, knattspyrnustjóri Aston Villa, er allt annað en sáttur við Patrik Berger eftir að leikmaðurinn hvatti Gareth Barry til að fara til Liverpool. O'Neill segir að ferli Bergers hjá Aston Villa sé lokið.

Berger sagði í viðtali um síðustu helgi að Barry ætti ekki að láta tækifærið að ganga til liðs við Liverpool ganga sér úr greipum. Berger var í herbúðum Liverpool á sínum tíma.

„Þessi ummæli frá Patrik komu mér mjög á óvart og ollu mér miklum vonbrigðum. Hann mun ekki leika meira með þessu félagi," sagði Martin O'Neill. „Það er fáránlegt að vera að fá laun frá liði og hvetja annan leikmann þess til að fara frá því."

„Hann hefur beðist afsökunar og segist ekki hafa ætlað að valda skaða, það er bara of seint."

Nokkuð ljóst var að Patrik Berger færi frá Aston Villa í sumar svo þessi ummæli hans hafa ekki breytt miklu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×