Enski boltinn

McClaren fer á EM í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steve McClaren, fyrrum landsliðsþjálfari Englands.
Steve McClaren, fyrrum landsliðsþjálfari Englands. Nordic Photos / Getty Images
Steve McClaren verður á EM í fótbolta í sumar þó svo að honum hafi misstekist að fara þangað með enska landsliðið þegar hann starfaði sem landsliðsþjálfari.

McClaren mun aðstoða við lýsingar leikja sem sýndir verða í beinni útsendingu í Breska ríkissjónvarpinu, BBC.

McClaren var rekinn úr starfi eftir að England tapaði fyrir Króatíu á heimavelli, 3-2, og missti þar af EM-sætinu.

Hann mun því þekkja vel til í sínum fyrsta leik sem er einmitt viðureign Austurríkis og Króatíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×