Íslenski boltinn

Hólmar Örn bestur í fyrri umferðinni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hólmar Örn Rúnarsson. Mynd/E.Stefan
Hólmar Örn Rúnarsson. Mynd/E.Stefan

Hólmar Örn Rúnarsson hjá Keflavík var valinn besti leikmaður fyrri umferðar Landsbankadeildarinnar af sérfræðingunum á Stöð 2 Sport, Tómasi Inga Tómassyni og Magnúsi Gylfasyni.

Þetta var opinberað í samantektarþætti í kvöld. Hólmar hefur staðið sig frábærlega með Keflavík sem situr í toppsæti deildarinnar.

Aðrir sem komu til greina: Björgólfur Takefusa (KR), Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir), Scott Ramsey (Grindavík)

Jóhann Berg Guðmundsson hjá Breiðabliki var valinn besti ungi leikmaðurinn og Ásmundur Arnarsson hjá Fjölni besti þjálfarinn. Hér að neðan má sjá niðurstöðurnar í uppgjöri Tómasar og Magnúsar.

Uppgjör umferð 1-11:

Bestur: Hólmar Örn Rúnarsson, Keflavík.

Efnilegastur: Jóhann Berg Guðmundsson, Breiðablik.

Besti þjálfarinn: Ásmundur Arnarsson, Fjölnir.

Besti dómarinn: Jóhannes Valgeirsson.

Bestu kaupin:

1. Hólmar Örn Rúnarsson og Patrik Redo, Keflavík

2. Óli Stefán Flóventsson og Ágúst Gylfason, Fjölni

3. Jónas Guðni Sævarsson og Guðjón Baldvinsson, KR

Verstu kaupin:

Brassarnir hjá Þrótti

Allan Dyring hjá Fylki

Goran Brajkovic hjá HK

Jónas Grani Garðarsson hjá FH


Tengdar fréttir

Lið umferða 1-11 hjá Stöð 2 Sport

Tómas Ingi Tómasson og Magnús Gylfason, sérfræðingar um Landsbankadeildina á Stöð 2 Sport, hafa opinberað úrvalslið sitt fyrir fyrri helming Landsbankadeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×