Erlent

Grikkir munu mótmæla daglega frá deginum í dag

Frá óeirðum í Aþenu í síðustu viku.
Frá óeirðum í Aþenu í síðustu viku. MYND/Daylife.com

Grískir námsmenn hyggjast halda uppi daglegum mótmælum frá og með deginum í dag og hefjast þau með mótmælastöðu fyrir utan allar helstu lögreglustöðvar í borgum landsins.

Á morgun stendur til að loka vegum og teppa þannig umferð en á miðvikudaginn verður mótmælt við dómshúsið þar sem lögreglumaður, sem skaut 15 ára pilt til bana fyrir rúmri viku, mun koma fyrir rétt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×