Enski boltinn

Foster að verða klár í slaginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ben Foster í leik með Watford á síðasta tímabili.
Ben Foster í leik með Watford á síðasta tímabili. Nordic Photos / Getty Images
Ben Foster, markvörður hjá Manchester United, er allur að koma til eftir að hann skaddaði krossbönd í hné síðastliðið sumar.

Foster var í láni hjá Watford síðastliðið tímabil og segist til í að fara aftur á lánssamningi til annars félags. Hann hefur æft að fullum krafti með United undanfarið og lék með varaliði félagsins í vikunni.

Hann segir að það hafi ekkert verið rætt að lána hann til annars félags nú á tímabilinu en hann útilokar það ekki.

„Ef upp kemur sá möguleiki að lána mig til annars félags út tímabilið sé ég ekkert því til fyrirstöðu. Ég býst ekki við því að spila með United á þessu tímabili enda afskrifaði ég þann möguleika strax og það kom í ljós hversu alvarleg meiðslin voru."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×