Enski boltinn

Savage ekki staðið undir væntingum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Savage er hér efstur til vinstri að fagna marki með Derby.
Savage er hér efstur til vinstri að fagna marki með Derby. Nordic Photos / Getty Images
Paul Jewell, stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Derby, segir að Robbie Savage hafi ekki staðið undir væntingum síðan hann kom til liðsins í síðasta mánuði frá Blackburn fyrir 1,5 milljónir punda.

Savage hefur síðan þá verið í byrjunarliði Derby í sex skipti en frammistaða hans hefur ollið vonbrigðum.

„Sjálfstraust Robbie er í lágmarki þessa dagana," sagði Jewell. „Hann ætti ekki að vera spila með þau meiðsli sem hann hefur þurft að glíma við."

„Hann mun gagnast okkur í framtíðinni en hann er einn nokkurra leikmanna í liðinu sem eru gagnlausir sem stendur. Það er engu líkara en að hann sé að reyna of mikið. Ég held að við þurfum að hvíla hann svo hann geti náð sér almennilega og náð fyrra formi."

Derby hefur aðeins unnið einn leik til þessa á tímabilinu og er fjórtán stigum frá því að lyfta sér upp af fallsvæði deildarinnar. Liðið mætir Sunderland á laugardaginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×