Enski boltinn

Tottenham að bjóða í Robert Green?

NordcPhotos/GettyImages

Forráðamenn Tottenham eru að íhuga að gera West Ham feitt tilboð í enska markvörðinn Robert Green í sumar ef marka má frétt News of the World í dag. Green var keyptur á aðeins 2 milljónir frá Norwich á sínum tíma og hefur staðið sig ágætilega með Hömrunum í vetur.

Helgarblaðið flytur reyndar fleiri fréttir af West Ham í dag, því þar segir að Alan Curbishley hafi verið tjáð af Björgólfi Guðmundssyni að hann vilji skera leikmannahóp félagsins niður um sex menn vegna kreppuástandsins sem ríkt hefur undanfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×