Innlent

Ingibjörg óskar Grænlendingum til hamingju

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. MYND/Pjetur

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sendi Grænlendingum árnaðaróskir í dag í tilefni af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í gær um aukna sjálfstjórn.

„Í bréfi sem utanríkisráðherra sendi óskar hún grænlensku þjóðinni velfarnaðar og hagsældar. Íslendingar sjái fram á aukin tengsl þjóðanna á komandi árum með greiðari samgöngum, auknum viðskiptum og nánara samstarfi um málefni Norðurslóða. Vænta megi mikils af sterkari stöðu Grænlands á alþjóðavettvangi. Ingibjörg Sólrún fór í júní síðastliðnum til Grænlands fyrst íslenskra utanríkisráðherra í opinbera heimsókn til samráðs á sviði utanríkismála," segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×