Íslenski boltinn

Þór fékk mest úr mannvirkjasjóði

Elvar Geir Magnússon skrifar
Keflavík var eina úrvalsdeildarliðið sem fékk styrk úr sjóðnum að þessu sinni.
Keflavík var eina úrvalsdeildarliðið sem fékk styrk úr sjóðnum að þessu sinni.

Hafnar eru framkvæmdir á nýjum íþróttaleikvangi á svæði Þórs á Akureyri. Reisa á byggingar þar sem Akureyrarvöllur er staðsettur en íþróttafélagin Þór og KA hafa bæði haft afnot af vellinum.

Nú munu liðin hinsvegar eignast sitthvoran aðalvöllinn. Ekki er byrjað að reisa áhorfendasvæði við heimavöll KA en framkvæmdir eru hafnar á svæði Þórs enda mun Landsmótið fara þar fram á næsta ári.

KSÍ hefur styrkt Þór um tíu milljónir króna úr nýjum mannvirkjasjóði sem settur hefur verið á laggirnar. Það er þó aðeins dropi í hafið varðandi byggingar nýja vallarins enda er hann reistur algjörlega frá grunni.

Mannvirkjasjóður KSÍ úthlutaði alls 36 milljónum punda til framkvæmda og skiptist upphæðin milli sjö aðildarfélaga. Þórsarar fengu hæsta fjárstyrkinn en Grótta og Reynir Sandgerði fengu átta milljónir hvort félag.

Einnig fengu Fjarðabyggð, Keflavík Sindri og Ægir styrk úr sjóðnum. Keflavík er eina úrvalsdeildarfélagið sem fær styrk en það fær tvær milljónir sem fara í búningsaðstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×