Fótbolti

Ballack missir af leikjum Þjóðverja

NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Michael Ballack mun ekki leika með landsliði Þjóðverja þegar það spilar við Liechtenstein og Finna í undankeppni HM á næstu dögum vegna meiðsla.

Ballack hefur átt við meiðsli að stríða í upphafi leiktíðar en hefur samt komið við sögu í leikjum Chelsea. Meiðsli hans þykja það alvarleg að hann mun þurfa um hálfan mánuð til að fá sig góðan áður en hann getur spilað á ný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×