Enski boltinn

West Brom á leið upp

Elvar Geir Magnússon skrifar
Tony Mowbray, stjóri WBA.
Tony Mowbray, stjóri WBA.

West Bromwich Albion er nánast komið í ensku úrvalsdeildina þrátt fyrir að hafa gert aðeins jafntefli við Soputhampton í kvöld. Southampton er í fallsæti en Leicester er sæti ofar á betri markatölu.

Adam Lallana kom Southampton yfir gegn gangi leiksins en Chris Brunt jafnaði í 1-1 sem urðu úrslitin.

West Brom er svo gott sem komið upp þegar ein umferð er eftir. Liðið er þremur stigum á undan Hull sem er í þriðja sæti en West Brom hefur mun betri markatölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×