Allt um leiki dagsins: Portsmouth stal þremur stigum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. febrúar 2008 17:00 Lassana Diarra skoraði sigurmark Portsmouth í dag. Nordic Photos / Getty Images Sex leikir hófust nú klukkan 15.00 í ensku úrvalsdeildinni. Everton hélt fjórða sætinu í deildinni með 1-0 sigri á Reading og þá stal Portsmouth þremur stigum á heimavelli Bolton. Hermann Hreiðarsson og Grétar Rafn Steinsson lléku báðir allan leikinn og stóðu sig vel. Hermann varði meðal annars á eigin markalínu og Grétar Rafn komst mjög nálægt því að skora. En það var Lassana Diarra sem skoraði umdeilt sigurmark leiksins undir lok hans. Fátt virðist getað bjargað Derby sem tapaði 3-0 fyrir Tottenham í dag og þá mátti Reading ekki við enn einum tapleiknum í dag. Robbie Keane fagnar marki sínu.Nordic Photos / Getty Images Derby - Tottenham 0-3 0-1 Robbie Keane (68.) 0-2 Younes Kaboul (81.) 0-3 Dimitar Berbatov, víti (90.) Juande Ramos ákvað að hvíla Dimitar Berbatov fyrir leikinn í Evrópukeppninni í vikunni og voru þeir Darren Bent og Robbie Keane í fremstu víglínu. Þá var Jonathan Woodgate í banni í dag og Michael Dawson og Tom Huddlestone voru því í hlutverki miðvarða í dag. Hjá Derby var Darren Moore tæpur fyrir leik en var engu að síður í byrjunarliðinu. Tottenham byrjaði betur í leiknum og Bent fékk fínt færi í upphafi leiks en Roy Carroll varði vel frá honum. Carroll varði svo aðeins mínútu síðar aftur vel en í þetta sinn frá Keane. Það kom svo á daginn að Moore var enga veginn klár í slaginn og fór hann snemma af velli. Andy Todd kom inn á í hans stað. En Tottenham þurfti einnig að gera breytingu afar snemma í leiknum þar sem Dawson meiddist á læri. Younes Kaboul kom inn á fyrir hann. Derby fékk svo gott færi til að komast yfir eftir að Stephen Pearson gaf góða stungusendingu á Giles Barnes sem fór þó illa að ráði sínu, einn gegn markverðinum. Robbie Keane átti svo skot í stöngina en brást ekki bogalistin nokkrum mínútum síðar. Steed Malbranque átti skot að marki og náði Roy Carroll ekki að halda boltanum sem fór beint fyrir fætur Keane. Hann skoraði örugglega. Kaboul skoraði svo annað mark Tottenham með skoti frá vítateigslínunni og Berbatov innsiglaði svo sigurinn með marki úr vítaspyrnu í lok leiksins. Matt Taylor fékk tvö mjög góð færi í leiknum en hér á hann í höggi við Milan Baros.Nordic Photos / Getty ImagesBolton - Portsmouth 0-1 0-1 Lassana Diarra (81.) Hermann Hreiðarsson var í byrjunarliði Portsmotuh, rétt eins og Jermain Defoe og Milan Baros sem voru í fremstu víglínu hjá félaginu. Þá var Grétar Rafn Steinsson í byrjunarliði Bolton en Heiðar Helguson á við bakmeiðsli að stríða og því ekki leikmannahópi liðsins í dag. El-Hadji Diouf tók stöðu hans í byrjunarliðinu. Kevin Davies fékk fyrsta færi leiksins er hann átti skot að marki en boltinn fór beint á David James í marki Portsmouth. Matt Taylor, fyrrum leikmaður Portsmouth, fékk svo besta færi fyrri hálfleiks er honum tókst að skjóta hátt yfir markið fyrir opnu marki af aðeins nokkura metra færi. Bolton hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik og fékk fullt af fínum færum til að komast yfir. Gary Cahill átti skot að marki en Hermann náði að bjarga á línu. Grétar Rafn átti einnig gott skot að marki eftir klafs í teignum en David James var afar vel á verði. Grétar átti reyndar mjög fínan leik. Hann var mikið í boltanum, lagði upp nokkur færi og átti eitt gott sjálfur sem fyrr segir. Það kom því eins og blaut tuska í andlit heimamanna þegar Lassana Diarra skoraði sigurmark leiksins þegar um tíu mínútur voru til leiksloka. Boltinn barst til hans frá Kanu og gáfu endursýningar í sjónvarpi til kynna að hann hafi verið kolrangstæður. En markið stóð engu að síður og þar með heldur ósanngjarn sigur Portsmouth. Bolton komst reyndar afar nálægt því að jafna metin er varamaðurinn Tamir Cohen fékk algjört dauðafæri. Skot hans af stuttu færi var hins vegar varið af David James sem kórónaði þar með frábæra frammistöðu. Dean Whitehead, leikmaður Sunderland.Nordic Photos / Getty ImagesSunderland - Wigan 2-0 1-0 Dickson Etuhu (43.) 2-0 Daryl Murphy (75.) Kieran Richardson og Liam Miller eiga báðir við meiðsli að stríða gátu því ekki leikið með Sunderland í dag. Dickson Etuhu og Roy O'Donovan komu í byrjunarliðið í þeirra stað. Wigan tefldi fram óbreyttu liði frá sigurleiknum gegn West Ham um síðustu helgi. Það var einmitt Etuhu sem skoraði fyrsta mark leiksins, seint í fyrri hálfleik. Sunderland átti aukaspyrnu og var Etuhu einn og óvaldaður á fjarstönginni og átti í engum vandræðum með að stýra knettinum í netið. Emile Heskey fékk gott tækifæri til að jafna metin fyrir leikhlé en missti marks úr ágætu skotfæri. Wigan komst svo öðru sinni nálægt því að jafna metin í upphafi seinni hálfleiks er skot Michael Brown er varið á línu. Kevin Kilbane náði frákastinu og skaut í stöngina. Heskey skallaði svo nokkrum mínútum síðar í slána eftir hornspyrnu Jason Koumas. En allt kom fyrir ekki og náði Sunderland meira að segja að bæta við öðru marki áður en yfir lauk. Daryl Murphy átti frábært skot af löngu færi og tryggði sínum mönnum þar með dýrmætan sigur. Freddie Ljungberg skoraði mark West Ham.Nordic Photos / Getty ImagesWest Ham - Birmingham 1-1 1-0 Freddie Ljungberg (7.) 1-1 James McFadden, víti (16.) Alan Curbishley gerði eina breytingu á liði West Ham frá tapleiknum gegn Wigan um síðustu helgi - Lee Bowyer kom inn fyrir Mark Noble á miðjunni. Gary McSheffrey fékk tækifærið hjá Birmingham í dag þar sem Olivier Kapo tók út leikbann. Þá fékk Mikael Forssell sæti í byrjunarliðinu á kostnað Garry O'Connor. Áhorfendur þurftu ekki að bíða lengi eftir fyrsta markinu. West Ham tók langt innkast og náði Carlton Cole að fleyta boltanum áfram á fjarstöngina þar sem Freddie Ljungberg var mættur og skoraði af stuttu færi. En stuðningsmenn West Ham gátu ekki leyft sér að fagna lengi þar sem James McFadden skoraði úr vítaspyrnu eftir að Lucas Neill, fyrirliði West Ham, braut á honum. Það var þó talsvert gegn gangi leiksins og þó svo að West Ham hafi ekki skapað sér nein almennileg færi í fyrri hálfleik eftir jöfnunarmarkið var liðið án efa betri aðilinn. Síðari hálfleikur var heldur tilþrifalítill en helst bar til tíðinda að Bowyer fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins. Leikmann Everton fagna marki Jagielka.Nordic Photos / Getty ImagesEverton - Reading 1-0 1-0 Philip Jagielka (62.) Ívar Ingimarsson lék ekki dag vegna leikbanns og kom Ibrahima Sonko inn í hans stað. Brynjar Björn Gunnarsson er enn fjarverandi vegna meiðsla. Þá kom John Oster í byrjunarlið Reading í stað Leroy Lita. Það var enginn Yakubu í hópnum hjá Everton í dag en hann mætti tveimur dögum seinna en hann átti að gera eftir Afríkukeppnina. Landi hans, Joseph Yobo, var hins vegar mættur á réttum tíma og var í byrjunarliðinu. Það er frá afskaplega litlu að segja hvað fyrri hálfleikinn varðar en hann var markalaus. Undir lok hálfleiksins fengu þó bæði lið sitt hálffæri. En seinni hálfleikur var örlítið líflegri og náði Everton meira að segja að skora um miðbik hálfleiksins. Phil Jagielka var þar að verki með skalla. Reyndist það sigurmark leiksins en bæði lið fengu ágætt færi undir lok leiksins. Fyrst skaut James Harper í stöng Everton-marksins og örlitlu síðar misnotaði Andy Johnson gott færi. Afonso Alves lék sinn fyrsta leik fyrir Boro í dag.Nordic Photos / Getty ImagesMiddlesbrough - Fulham 1-0 1-0 Jeremie Aliadiere (11.) Lee Dong-Gook kom inn í byrjunarlið Boro í stað Lee Cattermole en Afonso Alves var á bekknum hjá félaginu í sínum fyrsta leik. Paul Staltieri var hins vegar í byrjunarliði Fulham í fyrsta skipti og þá var Diomansy Kamara í byrjunarliðinu í stað Clint Dempsey. Það var ekki langt liðið á leikinn þegar að fyrsta markið var skorað. Jeremie Aliadiere slapp í gegnum rangstöðugildru Fulham og náði svo að koma boltanum framhjá Antti Niemi í marki Fulham. Alves kom svo inn á í liði Boro í seinni hálfleik í sínum fyrsta leik en allt kom fyrir ekki. Niðurstaðan 1-0 sigur heimamanna í Middlesbrough. Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Sex leikir hófust nú klukkan 15.00 í ensku úrvalsdeildinni. Everton hélt fjórða sætinu í deildinni með 1-0 sigri á Reading og þá stal Portsmouth þremur stigum á heimavelli Bolton. Hermann Hreiðarsson og Grétar Rafn Steinsson lléku báðir allan leikinn og stóðu sig vel. Hermann varði meðal annars á eigin markalínu og Grétar Rafn komst mjög nálægt því að skora. En það var Lassana Diarra sem skoraði umdeilt sigurmark leiksins undir lok hans. Fátt virðist getað bjargað Derby sem tapaði 3-0 fyrir Tottenham í dag og þá mátti Reading ekki við enn einum tapleiknum í dag. Robbie Keane fagnar marki sínu.Nordic Photos / Getty Images Derby - Tottenham 0-3 0-1 Robbie Keane (68.) 0-2 Younes Kaboul (81.) 0-3 Dimitar Berbatov, víti (90.) Juande Ramos ákvað að hvíla Dimitar Berbatov fyrir leikinn í Evrópukeppninni í vikunni og voru þeir Darren Bent og Robbie Keane í fremstu víglínu. Þá var Jonathan Woodgate í banni í dag og Michael Dawson og Tom Huddlestone voru því í hlutverki miðvarða í dag. Hjá Derby var Darren Moore tæpur fyrir leik en var engu að síður í byrjunarliðinu. Tottenham byrjaði betur í leiknum og Bent fékk fínt færi í upphafi leiks en Roy Carroll varði vel frá honum. Carroll varði svo aðeins mínútu síðar aftur vel en í þetta sinn frá Keane. Það kom svo á daginn að Moore var enga veginn klár í slaginn og fór hann snemma af velli. Andy Todd kom inn á í hans stað. En Tottenham þurfti einnig að gera breytingu afar snemma í leiknum þar sem Dawson meiddist á læri. Younes Kaboul kom inn á fyrir hann. Derby fékk svo gott færi til að komast yfir eftir að Stephen Pearson gaf góða stungusendingu á Giles Barnes sem fór þó illa að ráði sínu, einn gegn markverðinum. Robbie Keane átti svo skot í stöngina en brást ekki bogalistin nokkrum mínútum síðar. Steed Malbranque átti skot að marki og náði Roy Carroll ekki að halda boltanum sem fór beint fyrir fætur Keane. Hann skoraði örugglega. Kaboul skoraði svo annað mark Tottenham með skoti frá vítateigslínunni og Berbatov innsiglaði svo sigurinn með marki úr vítaspyrnu í lok leiksins. Matt Taylor fékk tvö mjög góð færi í leiknum en hér á hann í höggi við Milan Baros.Nordic Photos / Getty ImagesBolton - Portsmouth 0-1 0-1 Lassana Diarra (81.) Hermann Hreiðarsson var í byrjunarliði Portsmotuh, rétt eins og Jermain Defoe og Milan Baros sem voru í fremstu víglínu hjá félaginu. Þá var Grétar Rafn Steinsson í byrjunarliði Bolton en Heiðar Helguson á við bakmeiðsli að stríða og því ekki leikmannahópi liðsins í dag. El-Hadji Diouf tók stöðu hans í byrjunarliðinu. Kevin Davies fékk fyrsta færi leiksins er hann átti skot að marki en boltinn fór beint á David James í marki Portsmouth. Matt Taylor, fyrrum leikmaður Portsmouth, fékk svo besta færi fyrri hálfleiks er honum tókst að skjóta hátt yfir markið fyrir opnu marki af aðeins nokkura metra færi. Bolton hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik og fékk fullt af fínum færum til að komast yfir. Gary Cahill átti skot að marki en Hermann náði að bjarga á línu. Grétar Rafn átti einnig gott skot að marki eftir klafs í teignum en David James var afar vel á verði. Grétar átti reyndar mjög fínan leik. Hann var mikið í boltanum, lagði upp nokkur færi og átti eitt gott sjálfur sem fyrr segir. Það kom því eins og blaut tuska í andlit heimamanna þegar Lassana Diarra skoraði sigurmark leiksins þegar um tíu mínútur voru til leiksloka. Boltinn barst til hans frá Kanu og gáfu endursýningar í sjónvarpi til kynna að hann hafi verið kolrangstæður. En markið stóð engu að síður og þar með heldur ósanngjarn sigur Portsmouth. Bolton komst reyndar afar nálægt því að jafna metin er varamaðurinn Tamir Cohen fékk algjört dauðafæri. Skot hans af stuttu færi var hins vegar varið af David James sem kórónaði þar með frábæra frammistöðu. Dean Whitehead, leikmaður Sunderland.Nordic Photos / Getty ImagesSunderland - Wigan 2-0 1-0 Dickson Etuhu (43.) 2-0 Daryl Murphy (75.) Kieran Richardson og Liam Miller eiga báðir við meiðsli að stríða gátu því ekki leikið með Sunderland í dag. Dickson Etuhu og Roy O'Donovan komu í byrjunarliðið í þeirra stað. Wigan tefldi fram óbreyttu liði frá sigurleiknum gegn West Ham um síðustu helgi. Það var einmitt Etuhu sem skoraði fyrsta mark leiksins, seint í fyrri hálfleik. Sunderland átti aukaspyrnu og var Etuhu einn og óvaldaður á fjarstönginni og átti í engum vandræðum með að stýra knettinum í netið. Emile Heskey fékk gott tækifæri til að jafna metin fyrir leikhlé en missti marks úr ágætu skotfæri. Wigan komst svo öðru sinni nálægt því að jafna metin í upphafi seinni hálfleiks er skot Michael Brown er varið á línu. Kevin Kilbane náði frákastinu og skaut í stöngina. Heskey skallaði svo nokkrum mínútum síðar í slána eftir hornspyrnu Jason Koumas. En allt kom fyrir ekki og náði Sunderland meira að segja að bæta við öðru marki áður en yfir lauk. Daryl Murphy átti frábært skot af löngu færi og tryggði sínum mönnum þar með dýrmætan sigur. Freddie Ljungberg skoraði mark West Ham.Nordic Photos / Getty ImagesWest Ham - Birmingham 1-1 1-0 Freddie Ljungberg (7.) 1-1 James McFadden, víti (16.) Alan Curbishley gerði eina breytingu á liði West Ham frá tapleiknum gegn Wigan um síðustu helgi - Lee Bowyer kom inn fyrir Mark Noble á miðjunni. Gary McSheffrey fékk tækifærið hjá Birmingham í dag þar sem Olivier Kapo tók út leikbann. Þá fékk Mikael Forssell sæti í byrjunarliðinu á kostnað Garry O'Connor. Áhorfendur þurftu ekki að bíða lengi eftir fyrsta markinu. West Ham tók langt innkast og náði Carlton Cole að fleyta boltanum áfram á fjarstöngina þar sem Freddie Ljungberg var mættur og skoraði af stuttu færi. En stuðningsmenn West Ham gátu ekki leyft sér að fagna lengi þar sem James McFadden skoraði úr vítaspyrnu eftir að Lucas Neill, fyrirliði West Ham, braut á honum. Það var þó talsvert gegn gangi leiksins og þó svo að West Ham hafi ekki skapað sér nein almennileg færi í fyrri hálfleik eftir jöfnunarmarkið var liðið án efa betri aðilinn. Síðari hálfleikur var heldur tilþrifalítill en helst bar til tíðinda að Bowyer fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins. Leikmann Everton fagna marki Jagielka.Nordic Photos / Getty ImagesEverton - Reading 1-0 1-0 Philip Jagielka (62.) Ívar Ingimarsson lék ekki dag vegna leikbanns og kom Ibrahima Sonko inn í hans stað. Brynjar Björn Gunnarsson er enn fjarverandi vegna meiðsla. Þá kom John Oster í byrjunarlið Reading í stað Leroy Lita. Það var enginn Yakubu í hópnum hjá Everton í dag en hann mætti tveimur dögum seinna en hann átti að gera eftir Afríkukeppnina. Landi hans, Joseph Yobo, var hins vegar mættur á réttum tíma og var í byrjunarliðinu. Það er frá afskaplega litlu að segja hvað fyrri hálfleikinn varðar en hann var markalaus. Undir lok hálfleiksins fengu þó bæði lið sitt hálffæri. En seinni hálfleikur var örlítið líflegri og náði Everton meira að segja að skora um miðbik hálfleiksins. Phil Jagielka var þar að verki með skalla. Reyndist það sigurmark leiksins en bæði lið fengu ágætt færi undir lok leiksins. Fyrst skaut James Harper í stöng Everton-marksins og örlitlu síðar misnotaði Andy Johnson gott færi. Afonso Alves lék sinn fyrsta leik fyrir Boro í dag.Nordic Photos / Getty ImagesMiddlesbrough - Fulham 1-0 1-0 Jeremie Aliadiere (11.) Lee Dong-Gook kom inn í byrjunarlið Boro í stað Lee Cattermole en Afonso Alves var á bekknum hjá félaginu í sínum fyrsta leik. Paul Staltieri var hins vegar í byrjunarliði Fulham í fyrsta skipti og þá var Diomansy Kamara í byrjunarliðinu í stað Clint Dempsey. Það var ekki langt liðið á leikinn þegar að fyrsta markið var skorað. Jeremie Aliadiere slapp í gegnum rangstöðugildru Fulham og náði svo að koma boltanum framhjá Antti Niemi í marki Fulham. Alves kom svo inn á í liði Boro í seinni hálfleik í sínum fyrsta leik en allt kom fyrir ekki. Niðurstaðan 1-0 sigur heimamanna í Middlesbrough.
Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira