Innlent

Dómur vegna líkamsárásar með glasi mildaður

Hæstiréttur hefur breytt sex mánaða fangelsisdómi sem maður hlaut fyrir hættulega líkamsárás í skilorðsbudinn dóm.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið annan mann í höfuðið með glasi á bar þannig að það brotnaði. Hlaut fórnarlambið áverka á höfði. Hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt árásarmanninn í hálfs árs fangelsi og til greiðslu 370 þúsund króna í bætur fyrir árásina.

Hæstiréttur tók hins vegar tillit til þess að maðurinn taldi sér ögrað fyrir árásina og enn fremur að hann hefði aldrei áður gerst sekur um ofbeldisbrot. Því var fallist á kröfu mannsins um skilorðsbundinn dóm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×