Fengu stóran skell þegar þeir vígðu Valsvöll síðast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2008 13:57 Valsmenn spila í kvöld fyrsta leikinn á nýja Vodafone-vellinum sínum að Hlíðarenda þegar þeir fá topplið Fjölnis í heimsókn en nýliðarnir úr Grafarvogi hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína í efstu deild. Valsmenn ætla örugglega að gera betur en þeir spiluðu sinn fyrsta heimaleik á Hlíðarenda fyrir tæpum 25 árum síðan. Valsmenn léku þá fyrstir Reykjavíkurfélaga heimaleik á sínu svæði þegar þeir tóku á móti Þrótturum 13. ágúst 1983 en fram að því höfðu leikið heimaleiki sína á Melavellinum eða í Laugardalnum. Það vakti athygli að Valsmenn lengdu bæði og breikkuðu völlinn fyrir leikinn á móti Þrótti fyrir 25 árum síðan en hann var 110x70 metrar í þessum fyrsta leik. Það gekk þó ekki betur en Þróttarar unnu öruggan 4-1 sigur á Val og skoruðu meðal annars fjögur fyrstu mörkin á Valssvæðinu. Ingi Björn Albertsson skoraði fyrsta mark Valsmanna á Valsvellinum þegar hann minnkaði muninn í 4-1 þremur mínútum fyrir leikslok. Áður hafði félagi hans í Valsliðinu Hörður Hilmarsson fengið að líta rauða spjaldið og Þróttarar höfðu auk þess klikkað á vítaspyrnu þannig að þessi fyrsti heimaleikur Valsliðsins á Hlíðarenda var ein stór vonbrigði. Valsmenn náðu reyndar að bæta úr þessu tíu dögum síðar þegar liðið vann 2-0 sigur á Þór þar sem Ingi Björn og Hilmar Sighvatsson (víti) skoruðu mörkin. Ingi Björn skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum Valsmanna á Valsvelli því hann skoraði einnig tvö fyrstu mörkin í 3-0 sigri á ÍBV í síðasta heimaleik liðsins þetta sumar sem jafnfram bjargaði liðinu frá falli úr deildinni. Valsmenn spila í kvöld sinn fyrsta heimaleik á Hlíðarenda síðan 17. september 2005 þegar þeir töpuðu 1-2 fyrir Þrótturum sem náðu þar með að vinna fyrsta og síðasta leikinn sem spilaðir voru á gamla vallarsvæði Valsmanna á Hlíðarenda. Síðan þá hafa Valsmenn leikið 19 heimaleiki í röð á Laugardalsvelli. Þeir töpuðu aðeins tveimur þeirra en unnu jafnframt aðeins 9 því liðið gerði 8 jafntefli í þessum 19 leikjum sínum í Laugardalnum. Fyrsti leikur Vals á Valsvelli 13. ágúst 1983: 14. umferðValur-Þróttur 1-4 0-1 Arnar Friðriksson (12.), 0-2 Ársæll Kristjánsson (43.), 0-3 Sverrir Pétursson (45.), 0-4 Páll Ólafsson (57.), 1-4 Ingi Björn Albertsson (87.). Fyrirsagnir blaðanna: Morgunblaðið: Sigur Þróttar gat hæglega orðið stærriDV: Baráttuglaðir Þróttarar gjörunnu bitlaust lið ValsmannaÞjóðviljinn: Víðáttan á Valsvellinum hentaði Þrótti öllu betur Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Valsmenn spila í kvöld fyrsta leikinn á nýja Vodafone-vellinum sínum að Hlíðarenda þegar þeir fá topplið Fjölnis í heimsókn en nýliðarnir úr Grafarvogi hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína í efstu deild. Valsmenn ætla örugglega að gera betur en þeir spiluðu sinn fyrsta heimaleik á Hlíðarenda fyrir tæpum 25 árum síðan. Valsmenn léku þá fyrstir Reykjavíkurfélaga heimaleik á sínu svæði þegar þeir tóku á móti Þrótturum 13. ágúst 1983 en fram að því höfðu leikið heimaleiki sína á Melavellinum eða í Laugardalnum. Það vakti athygli að Valsmenn lengdu bæði og breikkuðu völlinn fyrir leikinn á móti Þrótti fyrir 25 árum síðan en hann var 110x70 metrar í þessum fyrsta leik. Það gekk þó ekki betur en Þróttarar unnu öruggan 4-1 sigur á Val og skoruðu meðal annars fjögur fyrstu mörkin á Valssvæðinu. Ingi Björn Albertsson skoraði fyrsta mark Valsmanna á Valsvellinum þegar hann minnkaði muninn í 4-1 þremur mínútum fyrir leikslok. Áður hafði félagi hans í Valsliðinu Hörður Hilmarsson fengið að líta rauða spjaldið og Þróttarar höfðu auk þess klikkað á vítaspyrnu þannig að þessi fyrsti heimaleikur Valsliðsins á Hlíðarenda var ein stór vonbrigði. Valsmenn náðu reyndar að bæta úr þessu tíu dögum síðar þegar liðið vann 2-0 sigur á Þór þar sem Ingi Björn og Hilmar Sighvatsson (víti) skoruðu mörkin. Ingi Björn skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum Valsmanna á Valsvelli því hann skoraði einnig tvö fyrstu mörkin í 3-0 sigri á ÍBV í síðasta heimaleik liðsins þetta sumar sem jafnfram bjargaði liðinu frá falli úr deildinni. Valsmenn spila í kvöld sinn fyrsta heimaleik á Hlíðarenda síðan 17. september 2005 þegar þeir töpuðu 1-2 fyrir Þrótturum sem náðu þar með að vinna fyrsta og síðasta leikinn sem spilaðir voru á gamla vallarsvæði Valsmanna á Hlíðarenda. Síðan þá hafa Valsmenn leikið 19 heimaleiki í röð á Laugardalsvelli. Þeir töpuðu aðeins tveimur þeirra en unnu jafnframt aðeins 9 því liðið gerði 8 jafntefli í þessum 19 leikjum sínum í Laugardalnum. Fyrsti leikur Vals á Valsvelli 13. ágúst 1983: 14. umferðValur-Þróttur 1-4 0-1 Arnar Friðriksson (12.), 0-2 Ársæll Kristjánsson (43.), 0-3 Sverrir Pétursson (45.), 0-4 Páll Ólafsson (57.), 1-4 Ingi Björn Albertsson (87.). Fyrirsagnir blaðanna: Morgunblaðið: Sigur Þróttar gat hæglega orðið stærriDV: Baráttuglaðir Þróttarar gjörunnu bitlaust lið ValsmannaÞjóðviljinn: Víðáttan á Valsvellinum hentaði Þrótti öllu betur
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira