Fótbolti

Georgía má spila í Tblisi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr vináttulandsleik Georgíu og Wales sem fór fram fyrr á árinu.
Úr vináttulandsleik Georgíu og Wales sem fór fram fyrr á árinu. Nordic Photos / Getty Images

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur gefið knattspyrnusambandi Georgíu grænt ljós á að spila heimaleiki sína í undankeppni HM 2010 á heimavelli sínum í Tblisi.

Þann 19. ágúst síðastliðnum bað FIFA sambandið um að tilnefna hlutlausan völl þar sem leikur Georgíu og Írlands gat farið fram þann 6. september. Ástandið í Georgíu þótti ótryggt vegna deilna landsins við Rússa um Suður-Ossetíu.

„FIFA hefur ákveðið að leikir Georgíu gegn Kýpur og Búlgaríu í undankeppni HM 2010 í október fari fram í Tblisi eins og upphaflega var áætlað," sagði í yfirlýsingu frá FIFA.

„FIFA mun vera í nánu sambandi við knattspyrnusamband Georgíu en eins og er þykir engin ástæða til að ætla annað en að fyllsta öryggis verði gætt á meðan leikirnir fara fram."

Georgía er enn stigalaust í 8. riðli undankeppninnar eftir að hafa tapað fyrir Írlandi og Ítalíu í fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×