Lífið

Lykillinn að ófullnægðu kynlífi

Helga Braga Jónsdóttir.
Helga Braga Jónsdóttir.

„Ég er að gera sitt lítið af hverju. Þessa dagana er ég að skemmta í brúðkaupum og gæsapartíum. Svo er ég að undirbúa leikritið 100% hitt á ensku en það heitir A users Guide to sexual Frustrations. Þar getur fólk kynnst því hvernig það nær að vera svakalega ófullnægt í kynlífinu," segir Helga Braga Jónsdóttir leikkona aðspurð hvað hún tekst á við í sumar.

Hver er lykillinn að ófullnægðu kynlífi? „Það er að virkja væntingarnar. Bara rífa þær upp og gera alveg æðislegar væntingar til kynlífsins. Það á líka við um lífið sjálft ef þú gerir geðveikar væntingar þá veistu hvernig það fer."

„Mér var boðið að sýna 100% hitt á ensku í Liverpool, menningarborg Evrópu. Nú er búið að færa það yfir á ensku og ég ætla að reyna að troða mér á einhvern ferðahóp svo ég geti æft mig áður en ég sýni það úti."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.