Klukkan 13:30 verður flautað til leiks í úrslitaleik Vodacom æfingamótsins í Suður-Afríku. Heimamenn í Kaizer Chiefs munu þá mæta Englands- og Evrópumeisturum Manchester United.
Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Þessi tvö lið mættust einnig í opnunarleik mótsins en sá leikur endaði með jafntefli 1-1. Manchester United hefur hefur teflt fram liði á mótinu sem er blanda af stjörnum liðsins og ungum spennandi leikmönnum.